Idol

Idolið okkar blessað var á dagskrá í gær og að venju voru það ekki hæfileikar sem réðu úrslitum um það hverjir héldu áfram heldur hver á duglegustu vinina.   þessar reglur um að fólk megi kjósa eins oft og það vill úr sama númeri eru búnar að eiðileggja kosningu um það hver er að standa sig og hver ekki , þeir lélegustu 3 í gær voru Sylvia sem var ekki að skila sínu nógu vel 3 neðsta að mínu mati. Alexsandra sem alveg gerði út um sína keppni í gær 2 neðsta að mínu mati. Og sá allra lélegasti og hefði svo sannarlega átt að detta út en slapp var Matti . þeir 3 bestu þetta kvöld voru nr:1 Árni það er sá sem datt út en hefði átt að vera öruggur ef að fólk hefði kosið eftir frammistöðu. nr:2 Anna Hlín stóð sig frábærlega og hefði alls ekki átt að vera ein af 3 neðstu .  nr:3 Lísa frábær að vanda en mætti herða smá á sér tekur ekki nógar áhættur í lagavali . En svona er víst þetta Idol hæfileikar skipta ekki neinu máli lengur heldur eru það bara vinsældir sem skipta máli núna svona hefur þetta verið þessa síðustu 3-4 þætti það er að segja alla þá þætti sem ég hef séð. Sem sagt þessar kosningar um keppendur er bara orðið hreint út sagt bull og vitleisa það hefði aldrey átt í fysta lagi að leifa að hringja oftar en 1 sinni úr hverju númeri og reyndar helst ekki að leifa þjóðinni að kjósa yfir höfuð heldur að fá T.D. 20 einstaklinga sem hafa vit á tónlist til að gefa keppendum stig í hvert skipti þá kanski fengjum við að sjá fólk sem hefur hæfileika halda áfram og þá lélegustu falla út í hverjum þætti en ekki eins og þetta er í dag þar sem þeir sem eiga bestu vinina halda áfram hinir detta út og þá skiptir engu hvort keppandi getur virkilega sungið eða varla stunið upp einum einast hreinum tóni neibb sá vinsælasti heldur áfram en kanski sá besti dettur út eins og í gær. Ég skora á forráðamenn þessarar Idol keppni ef hún á að halda áfram næsta ár að endurskoða þetta kosninga minstur það er að segja ef þeir vilja vera með marktæka keppni vel að merkja en ekki skrípaleik. Þetta er algjört hneiksli eins og þetta er.

Kveðja Jónatan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband